fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 11:37

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, Manchester United goðsögn og sparkspekingur, var allt annað en sáttur með sína menn eftir sigur á Coventry í gær.

Liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins og komst United í 3-0. B-deildarliðið jafnaði hins vegar í 3-3 á ótrúlegan hátt og var farið í framlengingu.

Þar var ekkert skorað en Coventry kom þó boltanum í netið í blálokin. Það var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu í aðdragandanum. Því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði United betur.

„Það var eins og heimurinn vildi að Coventry myndi vinna. Við sýndum mikinn karakter og það var mjög mikilvægt að vinna vítaspyrnukeppnina,“ sagði Harry Maguire eftir leik.

Keane var ekki sáttur með þessi ummæli miðvarðarins.

„Maguire segir að þeir hafi sýnt mikinn karakter. Ég sé ekki karakter í þessu liði, alls ekki,“ sagði hann eftir leik.

„Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá. Þeir voru eiginlega hræddir við að vinna leikinn.

Það eru mörg vandamál í þessu United liði en þeir kláruðu verkefnið. Coventry leit út eins og úrvalsdeildarlið í framlengingunni og United eins og B-deildarlið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Í gær

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Í gær

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus