Í Stúkunni í gær var því vel upp hvort Besta deild karla yrði eins og undanfarin ár, lítil spenna við toppinn.
Ríkjandi meistarar Víkings, sem rúlluðu yfir deildina í fyrra, unnu Breiðablik, sem rúllaði yfir deildina árið á undan, 4-1 í gær.
„Þrjár umferðir og úrslit nánast að ráðast,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær.
„Mér finnst full þungt yfir ykkur félögum að tala um að þetta sé nánast að verða búið,“ sagði Atli Viðar Björnsson þá.
Tímabilið sem nú var að hefjast er það þriðja þar sem deildinni verður skipt upp í tvo hluta að hefðbundinni keppni lokinni og spilaðir fimm leikir í viðbót. Hingað til hefur ekki verið spenna með þessu fyrirkomulagi.
„Þetta er ekki að verða búið en eigum við að hætta með úrslitakeppni?“ spurði Guðmundur þá.
„Ég er reyndar hlyntur því. Það er alveg full ástæða til,“ svaraði Atli.
Baldur Sigurðsson var með þeim félögum í setti.
„Þetta er svipuð tilfinning og eftir meistarar meistaranna. Þetta eru hættulega sannfærandi sigrar hjá Víkingi gegn þessum sterku liðum,“ sagði hann eftir leik Víkings við Blika í gær.