Mason Greenwood framherji Getafe fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Real Sociedad um helgina í La Liga og ætlar Getafe að taka málið áframm.
Sociedad heimsótti Getafe um helgina en leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Jose Bordalas þjálfari Getafe er reiður.
Stuðningsmenn Sociedad sungu um að Greenwood væri nauðgari og báðu hann um að drepa sig.
„Ég hef ekki mikið að segja, þetta er óboðlegt,“ sagði Bordalas en Greenwood kom til Getafe á láni eftir að lögregla felldi niður mál á Englandi þar sem hann var grunaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeta gerist og við munum fara með þetta mál lengra.“
Greenwood er 22 ára gamall en óvíst er hvað hann gerir í sumar en hann er samningsbundinn Manchester United og ekki útilokað að hann snúi aftur til félagsins.