Mjög athyglisvert atvik átti sér stað á fimmtudag er lið Fiorentina og Viktoria Plzen áttust við í Sambandsdeildinni.
Fiorentina tryggði sér sæti í næstu umferð keppninnar með sigri í þessum leik en þjálfari liðsins er maður að nafni Vincenzo Italiano.
Italiano virtist hafa kysst sjónvarpsskonu Sky Sports í beinni útsendingu í fagnaðarlátunum en myndavélar vallarins náðu atvikinu á upptöku.
Það er þó ekki hægt að fullyrða hvort Italiano hafi í raun kysst sjónvarpsskonuna og eru það lygar að sögn Maurizio Compagnini, eiginmanns konunnar.
Konan heitir Vanessa Leonardi en hún er gift eins og áður kom fram og þá er Italiano einnig giftur konu að nafni Raffaella.
,,Hann kyssti hana ekki. Heldur þú að Italiano myndi gera þetta fyrir framan þúsund myndavélar og með eiginkonuna í stúkunni?“ sagði Campagnini um málið.
Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér.
Sky Sports journalist Maurizio Compagnoni defendes Fiorentina manager Vincenzo Italiano, saying that he didn’t kiss Sky Sports journalist Vanessa Leonardi (Compagnoni’s wife) & asking „do you think he’s doing it in front of a thousand cameras & his wife?“pic.twitter.com/XppevVPccq https://t.co/yR2iQ9EN3J
— Football Report (@FootballReprt) April 19, 2024