Fulham 1 – 3 Liverpool
0-1 Trent Alexander Arnold(’32)
1-1 Timothy Castagne(’45)
1-2 Ryan Gravenberch(’53)
1-3 Diogo Jota(’72)
Liverpool vann dýrmætan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Fulham á útivelli.
Liverpool er í harðri toppbaráttu og þurfti svo sannarlega á þremur stigum að halda á Craven Cottage.
Liverpool hvíldi lykilmenn að þessu sinni en bæði Mohamed Salah og Darwin Nunez byrjuðu á bekknum.
Það kom ekki að sök en þeir rauðklæddu höfðu betur 3-1 og eru með jafn mörg stig og Arsenal.