Nottingham Forest birti afar athyglisverða færslu á Twitter eða X í dag eftir leik liðsins við Everton.
Forest mætti á Goodison Park og tapaði 2-0 en vildi fá þrjár vítaspyrnur að þessu sinni.
Forest lýsti yfir mikilli reiði á X þar sem kvartað er yfir því að VAR dómarinn hafi verið stuðningsmaður Luton.
Luton er að berjast við Forest um að halda sæti sínu í efstu deild og þolinmæði þess síðara nú úti.
Mjög athyglisverð færsla sem má sjá hér fyrir neðan.
Three extremely poor decisions – three penalties not given – which we simply cannot accept.
We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times.
NFFC will now consider its options.
— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024
————–