Sadio Mane skoraði stórkostlegt mark fyrir lið Al-Nassr í gær sem vann lið Al Feiha 3-1 í efstu deild Sádi Arabíu.
Mane er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Mane klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði svo tvö mörk í þeim síðari í flottum sigri heimamanna.
Senegalinn var ákveðinn í að bæta upp fyrir klúðrið og skoraði magnað mark sem má sjá hér fyrir neðan.
What an absolutely unreal goal by Sadio Mane 🔥 😮💨 pic.twitter.com/aQlWCJOLUA
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) April 19, 2024