Manchester City á engan möguleika á því að fá til sín miðjumanninn eftirsótta Jamal Musiala frá Bayern Munchen í sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Florian Plettneberg en hann er með mjög áreiðanlegar heimildir þegar kemur að þýska boltanum.
Musiala hefur verið orðaður við City en hann er 21 árs gamall en verður alls ekki seldur eftir tímabilið.
Musiala er samningsbundinn til ársins 2026 og gæti Bayern því þurft að selja á næsta ári ef hann framlengir ekki þann samning.
Um er að ræða einn mikilvægasta leikmann Bayern en ljóst er að City þarf að bíða í að minnsta kosti ár til viðbótar til að krækja í strákinn.