Granit Xhaka, leikmaður Bayer Leverkusen, hefur sent leikmönnum Arsenal skýr skilaboð fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal hefur ekki verið sannfærandi síðustu tvær vikur og óttast margir að liðið muni missa af titlinum sem félagið hefur ekki unnið síðan 2004.
Xhaka þekkir vel til Arsenal og lék með liðinu í fyrra en hann hefur nú sent ungum leikmönnum liðsins skilaboð fyrir síðustu leiki deildarinnar.
,,Þetta er hluti af leiknum, ég held að þetta hafi verið 10 eða 11 leikir án taps. Ef þú tapar einum leik það, það þýðir ekki að ballið sé búið,“ sagði Xhaka.
,,Það eru sex leikir eftir í úrvalsdeildinni og möguleikinn á að vinna titilinn er mikill. Ég óska þeim alls hins besta, ég er enn í sambandi við starfsfólk og leikmenn.“
,,Ég horfi á leiki Arsenal. Geta þeir unnið titilinn? Ég vona það því þeir eiga það skilið.“