Kevin de Bruyne er klár í slaginn gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins á morgun en tæpt er að Erling Haaland verði með.
Haaland fór meiddur af velli í tapinu gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni en leikurinn á morgun fer fram á Wembley.
„Kevin líður vel en með Erling verðum við að sjá,“ sagði Pep Guardiola.
„Þetta var erfiður 120 mínútna leik, mikill hraði og kraftur. Erling fann til í vöðva, þess vegna bað hann um skiptingu.“
„Kevin var sprunginn undir restina, hann var meiddur í fimm mánuði og það er því bara eðlilegt.“
„Við sjáum á morgun hvað þeir geta gert.“