fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Vill ekki fá krónu frá stórliðinu en heimtar að komast burt – ,,Vil ekki fá eina evru“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 11:30

Luis Alberto.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Luis Alberto hefur ekki áhuga á því að fá borgaða eina evru frá Lazio er hann yfirgefur félagið í sumar.

Alberto er ákveðinn í því að kveðja Lazio en hann er gríðarlega óvinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins og vill ekki spila fyrir félagið til lengdar.

Samningur Alberto rennur út 2027 en hann vill einfaldlega að samningi sínum verði rift og vill komast annað án þess að Lazio þurfi að borga fyrir hans brottför.

,,Ég vona að ég geti notið þess að spila mína síðustu leiki hérna en við sjáum til. Þetta hafa verið erfiðari vikur en áður,“ sagði Alberto.

,,Ég ætla ekki að vera hluti af þessu verkefni á næsta ári, ég hef beðið félagið um að leysa mig undan samningi og ég vil ekki fá eina evru til viðbótar frá Lazio.“

,,Ég mun leyfa öðrum að njóta peninganna næstu fjögur árin, það er sanngjarnt miðað við hvað félagið hefur gefið mér.“

,,Að mínu mati er tíminn kominn fyrir mig til að leita annað og aðrir leikmenn geta notið launanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki