Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, varð fyrir meiðslum á dögunum og fékk ekki að upplifa eigin draum þessa helgina.
Rooney greinir sjálfur frá en hann átti að vera gestur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day sem er sýndur á BBC.
Rooney er atvinnulaus þessa stundina en hann var síðast þjálfari Birmingham í næst efstu deild Englands.
Þessi 38 ára gamli Englendingur er að glíma við bakmeiðsli og gat ekki mætt í settið eins og hann greinir sjálfur frá.
,,Ég er miður mín að geta ekki tekið þátt í BBC Match of the Day í kvöld, þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill,“ sagði Rooney.
,,Því miður þá varð ég fyrir sársaukafullum bakmeiðslum í fríi ásamt fjölskyldunni en ég vonast eftir því að verða hluti af teyminu í framtíðinni.“
Match of the Day er þáttur sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við en þar er farið ítarlega yfir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.