Það er allavega einn leikmaður Manchester City sem er búinn að bæta sig gríðarlega á undanförnum vikum og mánuðum.
Þetta segir Pep Guardiola, stjóri liðsins en hann ræðir þar um króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol sem kom í sumar.
Gvardiol átti flottan leik er City vann 5-1 sigur á Luton í gær og skoraði til að mynda eittaf mörkum liðsins í viðureigninni.
,,Þvílík tenging okkar á milli! Hægri fótur Joski er í raun ótrúlegur,“ sagði Guardiola við BBC.
,,Hann er öruggari þegar hann notar hægri fótinn – þegar hann kemur inn völlinn er hann meiri ógn.“
,,Í dag er hann miklu betri leikmaður og er ekki að tapa boltanum, í byrjun þá var hann mikið að gefa andstæðingum knöttinn.“