Það er kjaftæði að Xavi, stjóri Barcelona, sé búinn að taka ákvörðun um að halda áfram með félagið á næsta tímabili.
Xavi greindi frá því fyrr í vetur að hann væri á förum frá Barcelona en sú ummæli komu mörgum á óvart.
Gengi Barcelona hefur batnað á síðustu mánuðum og er liðið í góðri stöðu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn PSG.
Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er nú mikið talað um að Xavi hafi ákveðið að hætta við að hætta.
Deco, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, neitar því að Xavi sé búinn að taka þá ákvörðun en er til í viðræður ef eitthvað gerist á næstu vikum.
,,Eins og staðan er þá er Xavi ekki að íhuga það að skipta um skoðun, ef hann gerir það þá getum við talað saman,“ sagði Deco.