Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United hefur farið og hitt Amanda Staveley einn af eigendum Newcastle til að reyna að leysa flækjuna.
Ástæðan er sú að United vill reyna að losa Dan Ashworth til að hann taki við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá United.
Ashworth hefur verið sendur í leyfi hjá Newcastle vegna þess að hann hefur samþykkt að taka við United.
Ratcliffe og Staveley funduðu um málið en Newcastle hefur beðið um 20 milljónir punda sem United mun ekki borga.
United vonast til að leysa flækjuna sem fyrst svo að Ashworth geti nýtt hæfileika sína á leikmannamarkaðnum í sumar.