Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Andri Lucas Guðjohnsen er að ganga endanlega í raðir Lyngby eftir að hafa gert vel þar á láni frá Norrköping undanfarið.
„Mér finnst þetta flott skref, sérstaklega ef þeir halda sér uppi,“ sagði Hrafnkell sem hefur verið hrifinn af framgöngu Andra með Lyngby.
„Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur sér almennilega í gang í meistaraflokksfótbolta. Við höfum alltaf talað um hvað hann er efnilegur og góður en nú er hann að sýna hversu góður hann er.“
Umræðan í heild er í spilaranum.