Knattspyrnumaðurinn Neymar bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir og ekki heldur þegar dóttir hans fagnar afmæli.
Svo virðist sem Neymar og fjölskylda hafi ákveðið að halda upp á sex mánaða afmæli stelpunnar.
Neymar er leikmaður Al-Hilal í Sádí Arabíu en er meiddur þessa dagana. Það er hins vegar hegðun Neymar í afmæli dóttur sinna sem vekur athygli.
this guy neymar is absolutely finished
bro is gambling on poker in the middle of his daughters birthday 😭😭😭😭 pic.twitter.com/3bQ3MWrIty
— 🐢 (@KyKySZN) April 11, 2024
Á meðan það er verið að syngja fyrir stelpuna sést Neymar kíkja í síma sinn þar sem hann er að spila póker á netinu. Eru margir netverjar hissa og reiðir.
Neymar er mikill áhugamaður um póker og virðist eyða löngum stundum í það að spila á netinu.
Þessi frábæri knattspyrnumaður frá Brasilíu hefur átt magnaðan feril en hann lék með Barcelona og PSG áður en hann elti seðlana til Sádí Arabíu síðasta sumar.