Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo virðist kunna nokkuð vel við lífið í Sádí Arabíu en hún og Ronaldo fóru á ströndina í gær.
Georgina birtir ansi huggulegar myndir af parinu þar sem þau njóta lífsins.
Georgina fær mikið lof fyrir formið á sér en hún og Ronaldo eru dugleg að æfa og myndirnar af Georgina vekja athygli.
Georgina birti þó ekki bara myndir af sér heldur einnig af Ronaldo þar sem hann var ber að ofan og fékk sér að borða.
Parið hefur búið í Sádí Arabíu í rúmt ár og virðist lífið þar fara vel með þau.