Manchester City hefur mikinn áhuga á að fá Jamal Musiala til liðs við sig frá Bayern Munchen í sumar en gæti þurft að selja stórt nafn á móti. Independent segir frá.
Hinn 21 árs gamli Musiala yrði styrkur fyrir hvert lið en hann er samningsbundinn Bayern til 2026. Þó hafa City og fleiri félög í Evrópu trú á því að kappinn sé opinn fyrir því að fara eftir slakt gengi Bayern á leiktíðinni.
Independent segir City leiða kapphlaupið um Musiala en að félagið sé einnig með augastað á Lucas Paqueta hjá West Ham og Michael Olise hjá Crystal Palace.
Jafnframt kemur fram að City búist við að þurfa að selja stórt nafn á móti og þar er bent á að Bernardo Silva gæti farið.