Þýski fréttamaðurinn Florian Plettenberg hjá Sky segir að verðmiðinn á Ivan Toney, framherja Brentford, sé aðeins 30-40 milljónir punda sem stendur.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess að áður hefur verið talað um að Toney gæti kostað allt að 100 milljónir punda.
Stórlið hafa áhuga á Toney og má þar nefna Arsenal og Chelsea. Plettenberg segir þó nú frá því að West Ham hafi einnig spurst fyrir um hann.
Í sumar á Toney aðeins ár eftir af samningi sínum við Brentford og nokkuð líklegt þykir að hann fari annað.
Fyrr á þessu ári sneri Toney aftur eftir átta mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum.
🔴 News Ivan #Toney | The 28 y/o striker could leave Brentford in summer.
➡️ West Ham have inquired but it’s not hot at this stage
➡️ Been told the price tag is around £30-40m all-in at the moment.
Many clubs from the Premier League are interested. Chelsea and Arsenal are… pic.twitter.com/DwV3ecNPyP
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 10, 2024