Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Haugesunds í Noregi þurfti að bíta í það súra epli að tapa í norska bikarnum í gær. Tapið vekur athygli en Haugesund sem leikur í efstu deild tapaði gegn Torvastad sem leikur í fjórðu deild.
Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliði Haugesund en Hlynur Freyr Karlsson var í byrjunarliðinu.
Leikurinn tapaðist í vítaspyrnukeppni en Hlynur Freyr var einn af þeim sem klikkaði. „Við stilltum upp öflugum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund,“ segir Óskar um málið.
Óskar er á sínu fyrsta tímabili með Haugesund en liðið hefur spilað tvo deildarleiki, unnið einn og tapað einum.
Nokkur umræða er um Óskar Hrafn og liðið í Noregi eftir tapið. „Að spila þann fótbolta sem Þorvaldsson spilar með þennan mannskap er eins og að höggva tré með teskeið,“ skrifar einn norskur netverji.
Annar skrifar um að þetta sé þung byrjun á vegferð þjálfarans sem gerði frábæra hluti með Breiðablik áður en hann hélt til Noregs.
Cup er cup❤️ pic.twitter.com/AqRZ4n9xbA
— TV 2 Sport (@tv2sport) April 10, 2024