Jamie Carragher ráðleggur syni sínum og öðrum ungum atvinnumönnum í knattspyrnu með að bíða með barneignir, það trufli einbeitingu leikmanna að eignast börn.
Carragher segir að knattspyrnumenn eigi að bíða með það að eignast börn með maka sínum.
„Ég elska auðvitað þá staðreynd að sonur minn sá mig spila og man eftir leikjum,“ sagði Carragher sem átti farsælan feril hjá Liverpool.
„Ég hugsa samt alltaf núna, mitt ráð til minna barna er að hafa börn en ekki fyrr en í kringum þrítugt.“
Hann segir þetta sérstaklega eiga við um atvinnumenn í fótbolta en sonur hans er leikmaður Wigan á Englandi.
„Þetta á sérstaklega við son minn sem er atvinnumaður í dag, þú getur einbeitt þér að leiknum án þess að verða fyrir truflun.“