Það virðist líklegt að Ruben Amorim, stjóri Sporting, taki við af Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool í sumar. Þá er spurning hvað stjörnuframherji portúgalska liðsins gerir.
Viktor Gyokeres, sænskur framherji Sporting, er að eiga stórkostlegt tímabil og hefur í kjölfarið verið orðaður við stærri lið. Má þar nefna Arsenal og Chelsea.
Gyokores er samningsbundinn Sporting til 2028 en umboðsmaður leikmannsins segir minni líkur á að hann verði áfram hjá Sporting ef Amorim fer til Liverpool.
Ljóst er að hart verður barist um framherjann í sumar og ekki hægt að útiloka að Amorim reyni að taka hann með sér til Liverpool, fari hann þangað.