Vincent Kompany þjálfari Burnley fær ekki að vera á hliðarlínunni næstu tvo leiki vegna rauðs spjald sem hann fékk gegn Chelsea í lok mars.
Kompany var rekinn af velli fyrir að mótmæla vítaspyrnu sem dæmd var á Lorenz Assignon en hann var svo rekinn af velli fyrir brotið.
Kompany gagnrýndi dómgæsluna á Englandi eftir atvikið.
Nú hefur enska deildin dæmt Kompany í tveggja leikja bann og sektað hann um 1,8 milljón króna vegna málsins.
Kompany og Burnley er á barmi þess að falla úr deildinni en hann verður ekki með liðinu á hliðarlínunni á laugardag gegn Brighton.