Liverpool goðsögnin Jamie Carragher lét að sjálfsögðu í sér heyra eftir skelfilegt tap gegn Atalanta í kvöld.
Gianluca Scamacca, fyrrum leikmaður West Ham, kom ítalska liðinu yfir í kvöld og staðan í hálfleik var 0-1. Liverpool tókst ekki að rétta úr kútnum í seinni hálfleik. Þvert á móti skoraði Scamacca á ný á 60. mínútu.
Mohamed Salah hélt svo að hann hefði minnkað muninn fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað skoraði Mario Pasalic þriðja mark Atalanta á 83. mínútu. Lokatölur 0-3 og Liverpool á verk að vinna í seinni leiknum.
„Skelfilegt tap og skelfileg frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Jamie Carragher á X eftir leik.
Nú vill hann að menn einbeiti sér alfarið að deildinni, þar sem Liverpool er í harðri toppbaráttu.
„Það eina jákvæða við að tapa svona stórt er að nú getur Jurgen Klopp spilað B-liði í seinni leiknum og einbeitt sér algjörlega að deildinni.“