Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United er verulega ósáttur með það hvernig leikmenn félagsins í dag mæta til æfinga.
Scholes birtir mynd af æfingu liðsins í vikunni þar sem Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho mæta til leiks með hettu á sér.
„Mér er sama um húfur eða hanska en það er ekki séns að þú gætir æft almennilega með hettu á þér,“ skrifar Scholes reiður á Instagram.
Scholes segir að svona viðhorf leikmanna séu möguleg ástæða þess að félagið hefur verið í frjálsu falli undanfarin ár.
„Gildi liðsins byrja á æfingasvæðinu. Bæ,“ sagði Scholes einnig.