fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Aron Sig fær úr myndatöku í dag en er vongóður – „Ég þrjóskaðist til þess að spila“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Sigurðarson, leikmaður KR, á ekki von á því að verða frá nema í viku eða tvær vegna meiðsla sem hann varð fyrir á sunnudag. Hann fær úr myndatöku í dag.

Aron hafði verið að glíma við meiðsli aftan í læri sem tóku sig upp á nýjan leik í upphitun gegn Fylki.

„Ég meiddist aðeins aftan í læri um daginn sem var ekkert alvarlegt, ég æfði svo 100 prósent í viku fyrir leik,“ segir Aron í samtali við 433.is en rætt hefur verið um að hann hafi verið meiddur fyrir leikinn svo var ekki.

„Þetta kemur svo aftur upp í upphitun en ég þrjóskaðist til þess að spila, ég var hins vegar bara á annari löppinni. Ég gat ekki sprett eða notað vinstri löppina neitt.“

Aron sem kom heim úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil er vongóður um að bataferlið verði stutt.

„Við fáum út úr myndatöku í dag, ég held að þetta verði vika eða tvær. Ég var enga stund að jafna mig síðast og þetta er ekki jafn slæmt núna,“ segir Aron að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki