Aðsókn á leiki í Bestu deild karla hefur aldrei verið betri í fyrstu umferð en í ár.
Þetta er þriðja tímabilið sem deildin ber heitið Besta deildin en alls mættu 8659 manns á leiki í fyrstu umferð, sem spiluð var frá laugardegi til mánudags.
Það gerir að meðaltali 1443 manns á leik, yfir 200 fleiri en í fyrra og yfir 400 fleiri en árið þar áður.
Aðsókn að 1. umferð 2024
Heildarfjöldi: 8.659
Meðaltal: 1.443
Aðsókn að 1. umferð 2023
Heildarfjöldi: 7.255
Meðaltal: 1.209
Aðsókn að 1. umferð 2022
Heildarfjöldi: 6.038
Meðaltal: 1.006