Jose Mourinho býst við að snúa aftur í þjálfun í sumar.
Þetta segir hann í nýju viðtali í Portúgal. Þessi sigursæli stjóri hefur verið án starfs síðan Roma lét hann fara í janúar.
Mourinho var spurður að því hvort kæmi til greina að taka að sér stjórastarf í Portúgal.
„Guð einn veit hvað framtíð mín ber í skauti sér. Ég bý nálægt Lissabon og er um 20 mínútur frá heimavelli Benfica og Sporting,“ segir Mourinho sem saknar þess að þjálfa.
„Ef ég gæti verið með æfingu á morgun myndi ég gera það. Ég finn fyrir tómleika þegar ég er ekki að þjálfa. Ég sný sennilega aftur í sumar og reyni að velja vel.“