Casemiro, miðjumaður Manchester United segist eiga erfitt með svefn þegar hann hugsar út í það hversu langt frá toppliðunum er.
Casemiro eru á sínu öðru tímabili hjá United en hann var vanur að vinna alla titla hjá Real Madrid.
„Þetta er erfitt, það pirrar mig að vera ekki að keppa um titlana,“ segir Casemiro.
„Að vera einhverjum 20 stigum á eftir toppliðunum, ég sef ekki yfir þessu. Þetta er veruleikinn.“
„Við getum ekkert verið að ræða um titla eða Meistaradeildina, við hefðum getað tekið níu stig á viku en enduðum með tvö stig. Við erum svekktir,“ segir Casemiro.