Arsenal þarf ekki að óttast stórstjörnuna Harry Kane í vikunni er liðið mætir Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þetta segir fyrirliði enska liðsins, Martin Ödegaard, en Arsenal kemur sjóðandi heitt til leiks en það sama má ekki segja um Bayern.
Kane er fyrrum leikmaður Tottenham og hefur átt gott tímabil en Bayern er þó búið að missa af titlinum í Þýskalandi.
Þrátt fyrir erfiðleikana heima fyrir er allt opið fyrir einvígið í Meistaradeildinni og hefur Ödegaard tjáð sig um markavélina heimsfrægu.
,,Að mínu mati þá þurfum við að virða hann en við ættum ekki að óttast neinn,“ sagði Ödegaard.
,,Við þurfum að einbeita okkur að okkur og þeim gæðum sem við erum með innanborðs og það er allt saman.“