Kristian Nökkvi Hlynsson var á meðal leikmanna Ajax í gær sem spilaði við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni.
Kristian spilaði ekki allan leikinn fyrir Ajax en hann var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 3-0.
Það var ekki Ajax sem leiddi 3-0 en Feyenoord valtaði yfir Ajax í þessum leik og vann að lokum 6-0 sigur.
Þetta var stærsta tap Ajax í sögu efstu deildar Hollands en liðið átti aldrei möguleika í viðureigninni.
Ajax varð sér til skammar í þessum leik og átti eitt skot að marki heimamanna en Feyenoord skaut 30 sinnum að marki gestanna sem er í raun ótrúleg staðreynd.
Stærsta tap Ajax fyrir leikinn í gær kom árið 1964 er liðið lá gegn De Kuip en þeim leik lauk með 9-4 sigri þess síðarnefnda.