fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Voru umsvifalaust reknir eftir óboðleg ummæli í garð kvenmanns: Ummælin náðust á hljóðupptöku – ,,Trúir þú þessu?“

433
Sunnudaginn 7. apríl 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Enskir knattspyrnuaðdáendur ættu að muna eftir þeim Richard Keys og Andy Gray sem störfuðu lengi saman hjá sjónvarpsstöðinni Sky Sports. Gray var til að mynda rödd tölvuleiksins FIFA ásamt Martin Tyler og þótti vera ansi fær í sínu starfi.

Gray og Keys voru lengi samstarfsfélagar hjá Sky en þeir unnu saman frá 1992 til 2011 áður en mistök voru gerð í beinni útsendingu og voru þeir látnir yfirgefa stöðina. Það var góð ástæða fyrir því en tvímenningarnir töluðu niður til kvenna og voru umsvifalaust reknir úr starfi.

Þeir ræddu línuvörðinn Sian Massey sem sá um að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni, sem er efsta deild Englands.

Það er ekki algengt að konur fái að dæma leiki í þeirri deild en Massey er eina konan sem sinnir því starfi í dag. ,,Einhver þarf að koma sér þarna niður og útskýra rangstöðuregluna fyrir henni,“ sagði Keys við Gray en þeir voru vissir um að slökkt væri á míkrófóninum í beinni útsendingu.

,,Já ég veit, trúir þú þessu? Kvenkyns línuvörður? Það er nákvæmlega það sem ég var að segja, konur kunna ekki reglurnar. Af hverju köllum við þær línuverði?“ sagði Gray á móti.

Keys bætti svo við að leikurinn væri orðinn ‘klikkaður’ því kvenmenn mættu dæma leiki í efstu deild karla.

Keys reyndi að afsaka þessi ummæli stuttu síðar og sagði að um grín hafi verið að ræða. Sú afsökun fór þó ekki vel í marga. Sky var ekki lengi að taka á þessu máli en í fyrstu voru þeir settir í eins leiks bann áður en ákvörðun var tekinn um að rifta samningi þeirra við stöðina.

Undanfarin ár hafa þeir þó enn starfað saman í sjónvarpi og vinna fyrir stöðina beIN Sports.

Hér má heyra ummælin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool