Undrabarnið Lamine Yamal hefur ekki áhuga á því að spila á tveimur stórmótum á þessu ári með spænska landsliðinu.
Yamal stefnir á að spila á EM með Spánverjum í sumar en kemur líka til greina á Ólympíuleikunum sem eru einnig á þessu ári.
Yamal vill ekki fara yfir strikið þegar kemur að álagi en um er að ræða 16 ára gamlan strák sem er einn sá efnilegasti í heimi.
Þessi leikmaður Barcelona vonast til að komast á EM í Þýskalandi en mun sætta sig við Ólympíuleikana ef það reynist eini möguleikinn.
,,Það væri ekki gáfulegt að taka þátt í báðum mótunum. Ég hef alltaf reynt að forðast ofkeyrslu og spila of mikið,“ sagði Yamal.
,,Auðvitað er það draumur að fá að spila fyrir Spán en ef ég fengi að velja þá myndi ég spila á EM.“