Liverpool missteig sig í titilbaráttunni á Englandi í kvöld er liðið mætti Manchester United á Old Trafford.
Ljóst er að Arsenal endar helgina á toppi deildarinnar en liðið er með 71 stig líkt og Liverpool en með betri markatölu.
Liverpool komst yfir gegn United í Manchester í dag en heimaliðið skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og sneri leiknum sér í vil.
Mohamed Salah sá um að tryggja Liverpool dýrmætt stig með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.
Fallegasta mark leiksins skoraði hinn ungi Kobbie Mainoo og má sjá það mark hér fyrir neðan.
Mainoo, WOW. What a goal. 🔥
You’d think he’s got a controller in his leg. 🤯pic.twitter.com/haFC71p2hi
— UF (@UtdFaithfuls) April 7, 2024