Arsenal er besta lið Englands í dag að sögn Roberto De Zerbi sem er sterklega orðaður við Liverpool.
De Zerbi vill meina að Arsenal sé sterkara lið en Arsenal í dag en liðið berst um toppsætið við bæði Liverpool og Manchester City.
De Zerbi er þjálfari Brighton og hefur gert flotta hluti og er orðaður við Liverpool sem leitar að arftaka Jurgen Klopp sem yfirgefur liðið í sumar.
Ítalinn fékk að finna fyrir kraft Arsenal í gær en hans menn töpuðu 3-0 á heimavelli.
,,Já, þeir eru það. Liverpool er annað frábært lið með aðra eiginleika og öðruvísi leikstíl,“ sagði De Zerbi.
,,Manchester City spilar meira eins og Arsenal frekar en Liverpool en þegar Arsenal spilar vel verður leikurinn svo erfiður.“