Logi Tómasson reyndist hetja liðs Stromsgodset í Noregi í dag sem spilaði við Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða aðra umferð úrvalsdeildarinnar en Logi skoraði eina mark leiksins að þessu sinni.
Íslendingurinn skoraði er 62 mínútur voru komnar á klukkuna og kláraði svo leikinn á vinstri kantinum.
Þetta voru fyrstu stig Stromsgodset í deildinni en liðið tapaði 4-0 gegn Molde í fyrstu umferð.
Orri Steinn Óskarsson komst einnig á blað en þá í Danmörku er FC Kaupmannahöfn tapaði 2-1 gegn Nordsjælland.
Logi ræddi við norska miðla eftir leikinn í kvöld og bauð upp á skemmtileg ummæli.
Logi Tómasson.
Fu*king amazing. Type! pic.twitter.com/w9uCZHhke5— Tommy Andersen (@TR_Andersen) April 7, 2024