Jesse Lingard, fyrrum stjarna Manchester United og landsliðsmaður Englands, er svo sannarlega ekki of vinsæll í Suður Kóreu í dag.
Lingard samdi við lið FC Seoul í Suður Kóreu fyrr á þessu ári en hefur lítið sem ekkert spilað fyrir félagið.
Þjálfari liðsins gagnrýndi Lingard nýlega opinberlega og vill meina að hann sé að leggja sig lítið sem ekkert fram fyrir liðið.
Lingard er vinsæll á samskiptamiðlum en hefur misst marga fylgjendur eftir að vandræðin í Asíu hófust.
SocialBlade fylgist náið með samskiptamiðlum stjarnanna og á aðeins einum mánuði hefur Lingard misst 36 þúsund fylgjendur sem er engin smá fjöldi.
Lingard er sérstaklega vinsæll á Instagram en yfir níu milljónir fylgja honum á þeim miðli.
Ljóst er að Lingard þarf að snúa ferlinum við og það fljótlega ef hann vill ekki missa enn fleiri aðdáendur á næstu mánuðum.