Það eru allar líkur á því að Luka Modric sé á förum frá Real Madrid í sumar en hann verður samningslaus eftir tímabilið.
Modric er orðinn 38 ára gamall en hann hefur spilað með Real frá árinu 2012 eftir komu frá Tottenham.
Nú er Dinamo Zagreb í Króatíu að reyna að sannfæra Modric um að snúa aftur heim þar sem ferillinn byrjaði.
Zagreb gerir sér vonir um að Modric taki ákvörðun um að koma aftur og birti athyglisvert myndband á Twitter síðu sína.
Modric hefur misst byrjunarliðssæti sitt hjá Real og eru í raun engar líkur á að að hann fái nýjan samning á Spáni.
Buenos días 💙#imalobismisla pic.twitter.com/60YKb6a7GA
— GNK Dinamo (@gnkdinamo) April 6, 2024