Þriggja ára sonur Rio Ferdinand hefur ekki mikinn áhuga á að styðja lið Manchester United mikið lengur.
Það er Ferdinand sem greinir sjálfur frá þessu en hann horfði á leik United við Chelsea á fimmtudag.
Þeim leik lauk með 4-3 sigri Chelsea þar sem þeir bláklæddu skoruðu tvö mörk í blálokin.
Cree, þriggja ára sonur Ferdinand, var ekki hrifinn eftir lokaflautið en Ferdinand skrifaði stutta Twitter færslu um málið.
,,Ég var bara að segja Cree að hann megi ekki skipta um lið þrátt fyrir fimmtudaginn,“ sagði Ferdinand.
Ferdinand er sjálfur goðsögn United og vill alls ekki sjá son sinn leita í annað félag, allavega strax.