Það er ekki rétt að líkja vængmanninum Alejandro Garnacho við goðsögnina Cristiano Ronaldo sem vakti fyrst heimsathygli með Manchester United.
Þetta segir Nani, annar fyrrum leikmaður United, en Garnacho er einn mest spennandi leikmaður United í dag.
Nani vill meina að Garnacho sé líkari sjálfum sér en Ronaldo og klæðast þeir jafnvel sömu treyju á Old Trafford.
,,Þegar ég sé Garnacho, hann minnir mig á sjálfan mig. Hann er líka númer 17!“ sagði Nani við Mirror.
,,Það er sama númer og ég klæddist. Þegar hann breytti í þetta númer þá byrjaði hann að skora nokkur mörk og það hefur verið gott fyrir hann.“
,,Hann er líkari mér en Cristiano þegar við vorum hjá United. Hann er spennandi leikmaður og ég vona innilega að hann geti hjálpað liðinu að vinna titla.“