Víkingur Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld en um var að ræða fyrsta leik Bestu deildarinnar 2024.
Helgi Guðjónsson skoraði annað mark Víkinga í leiknum en Gunnar Vatnhamar hafði opnað markareikninginn í fyrri hálfleik.
Markaskorarinn, Helgi, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.
,,Það var erfitt að spila í þessu í dag, það var svolítill vindur og þetta snerist um að ná inn marki sem við náðum í fyrri hálfleik og svo halda út og sigla þessu heim,“ sagði Helgi.
,,Aðstæðurnar voru krefjandi en þetta það sem má búast við í byrjun apríl, við erum tilbúnir fyrir hvaða veður sem er.“
,,Við erum á flottum stað og menn eru í flottu standi, við styrkjumst bara eftir því sem líður á.“