Það var varnarmaðurinn Gunnar Vatnhamar sem skoraði fyrsta mark Bestu deildarinnar árið 2024.
Gunnar var að koma Víkingum í 1-0 gegn Stjörnunni en búið er að flauta fyrri hálfleikinn af.
Færeyingurinn átti flott skot í nærhornið sem Árni Snær Ólafsson átti ekki möguleika í sem markmaður gestanna.
Víkingar ógnuðu markinu enn frekar áður en flautað var til hálfleiks en færeyskt mark opnar markareikning deildarinnar þetta árið.