Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sína menn í kvöld eftir sigur á Stjörnunni.
Um var að ræða fyrsta leik Íslandsmótsins 2024 en Víkingar unnu að lokum 2-0 sigur á heimavelli.
Arnar ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið í kvöld.
,,Mér fannst við vera með hlutina under control, við vorum þroskaðri en þeir og og vorum að stjórna leiknum,“ sagði Arnar við Stöð 2 Sport.
,,Fyrri hálfleikur var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar, við komum þeim svolítið á óvart, við vorum að overloada hægra megin.“
,,Seinni hálfleikur var erfiður, vindurinn var virkilega erfiður og Stjarnan lá meira á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir vel.“
,,Ég er frosinn á tánum þetta eru svo erfiðara aðstæður og leikmenn þurftu að ‘dig deep’ gegn mjög góðu liði.“