Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.
3. sæti: Valur
Lykilmaður: Gylfi Þór Sigurðsson
Niðurstaða í fyrra: 2. sæti
,,Annað en með hin liðin þá fengum við að sjá meistara meistaranna sem sjokkeraði alla, þeir voru hægir og náðu aldrei að spila sig upp völlinn, ógeðslega lítið flot á boltanum, þeir voru staðir miðað við Víkinga þar sem var alltaf einhver hreyfing,“ sagði Hrafnkell.
Kristján bætir við:
,,Gylfi Sig höndlar alveg íslensku pressuna og Aron Jó gerir það líka en þeir þurfa að finna einhvern rythma. Þeir þurfa að trekkja Patrik í gang.“
,,Varnarlínan er helvíti gömul, yngsti gæinn er 92 módel, Sigurður Egill svo ertu með Hólmar 34 ára, Elfar 35 ára og Birkir er fertugur. Það var gaman að sjá hann en er hann að fara að spila 27 leiki eins og vindurinn í sumar?“
,,Til hvers að vera með 20 manna leikmannahóp ef þú notar hann ekki? Til að hafa 11 gæja pirraða?“ bætir Kristján við varðandi leikmannahóp Vals en nánar er fjallað um liðið í spilaranum hér að neðan.