Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.
8. sæti: KA
Lykilmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Niðurstaða í fyrra: 7. sæti
,,Þú sérð hvað þeir lenda í í fyrra og hvernig þeir styrkja sig þá er þetta bara mjög eðlilegt, þeir missa Dusan sem var reyndar ömurlegur í fyrra en hefur verið öflugur síðustu ár. Þeir fá inn Hans Viktor sem hefur sannað sig í efstu deild og er alltof góður fyrir Lengjudeildina,“ sagði Hrafnkell um KA.
,,Svo fá þeir VÖK inn og við vitum ekkert hvernig formi hann er í, hann æfði með FH um daginn en það er langt síðan hann spilaði, verður hann með í fyrstu leikjunum? Ég veit það ekki. Hallgrímur Mar er meiddur í fyrstu leikjunum. Þetta KA lið er algjör spurningamerki.“
,,Er 2019 eða? Þetta eru sömu gæjar, Jajalo er í markinu eða Stubbur ég veit það ekki.“
Kristján Óli tók í raun undir þessi ummæli og er ekki bjartsýnn fyrir komandi átök á Akureyri og telur að liðið gæti jafnvel sogast í fallbaráttu.
,,Langbesti maður KA í fyrra, annað hvort leggur hann upp eða skorar mörkin þeirra svo þetta er reiðarslag. Ef allir eru heilir er þetta ágætis byrjunarlið,“ bætir Kristján við.
,,Veikasta staðan er fyrst og fremst markmannstaðan og ég skil ekki á hvaða vegferð þeir eru og af hverju þeir klippa ekki á þetta kjaftæði að vera með tvo allt í lagi markmenn.“