Jesse Lingard missti tugi þúsunda fylgjenda á Instagram í kjölfar ummæla þjálfara hans hjá FC Seoul á dögunum.
Lingard gekk í raðir suðurkóreska félagsins í byrjun árs og var eftirvæntingin mikil fyrir komu hans. Hann hefur hins vegar ekki komið sér í almennilegt leikform og aðeins spilað 89 mínútur heilt yfir.
„Ég hef spáð í því að losa mig við Jesse,“ sagði Kim Gi-dong þjálfari Seoul eftir leik.
„Leikmaður sem hleypur ekki í nokkrar mínútur er ekki knattspyrnumaður í mínum augum,“ sagði hann enn fremur.
Samkvæmt upplýsingum gagnafyrirtækis missti Lingard 36 þúsund fylgjendur á Instagram við þessi ummæli þjálfarans. Breskir miðlar vekja athygli á þessu.