Hannah Sharts hefur samið við Stjörnuna en hú er 24 ára bandarísk hávaxin og kröftug varnarkona, fædd og uppalin í Kaliforníu.
Hannah spilaði með Boulder háskólanum í Colorado og var fljótlega gerð að fyrirliða liðsins enda leiðtogahæfileikar henni í blóð bornir.
Eftir að háskólanámi lauk gekk Hannah til liðs við finnska liðið KuPS og lék með þeim á seinasta keppnistímabili og varð tvöfaldur meistari með liðinu ásamt því að spila í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Hannah er öflugt vopn í föstum leikatriðum og skoraði sex mörk og átti 3 stoðsendingar með KuPS á seinustu leiktíð.