Real Madrid hefur látið vita af því að félagið hafi engan áhuga á því að kaupa Kepa Arrizabalaga í sumar. Fabrizio Romano segir frá.
Kepa hefur verið á láni hjá Real Madrid á þessu tímabili en lítið spilað.
Andriy Lunin hefur staðið sig frábærlega í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur.
Kepa er 29 ára gamall en hann snýr aftur til Chelsea í sumar þar sem hann er með samning.
Líklegt er talið að Chelsea reyni að selja Kepa í sumar en óvíst er hvort einhver félög sem heilla hann hafi áhuga.