Fleiri hundruð stuðningsmönnum Burnley var vísað úr stúkunni í Turf Moor þegar hangandi járn sást í þakinu á stúkunni.
Leikur Burnley og Wolves var farin af stað þegar glöggur áhorfandi tók eftir því að járnstykki hefði dottið úr stúkunni.
Stykkið var hangandi í loftinu og var ákveðið að vísa hundruðum stuðningsmanna út af vellinum.
Fengu þessir stuðningsmenn ekki að horfa á leikinn og voru settir í Fan Zone fyrir utan völlinn til að klára leikinn.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en mynd af stykkinu má sjá hér að neðan.